27. nóvember 2025
Desemberuppbót 2025

Desemberuppbót er föst krónutala og tekur ekki hækkunum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamningsins og skal hún greidd út eigi síðar en 15. desember 2025.
Starfsmaður sem er í starfi fyrstu viku í nóvember á rétt á desemberuppbót miðað við fullt starf tímabilið 1. janúar til 31. október. Desemberuppbót er föst krónutala og tekur ekki breytingum samkvæmt öðrum ákvæðum kjarasamningsins. Skal hún greidd út eigi síðar en 15. desember 2025.
Hafi starfsmaður verið í hlutastarfi eða starfað hluta úr ári skal desemberuppbót greidd í samræmi við starfshlutfall, sbr. ákvæði í viðkomandi kjarasamningi. Á desemberuppbót reiknast ekki orlofsfé.
Tímavinnufólk á einnig rétt á desemberuppbót í hlutfalli við fjölda dagvinnutíma á tímabilinu 1. janúar til 31. október.
