28. nóvember 2025
Ein af hverjum fimm konum verður fyrir ofbeldi af maka

„Ein af hverjum fimm konum – í Evrópu og á Íslandi – hafa orðið fyrir ofbeldi af hálfu maka eða fyrrum maka.“ Samsett mynd/Axel Jón/Kvennaár
Hagfræðingar ASÍ og BSRB, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir, vekja athygli á alvarleika heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum samböndum í grein á vefum BSRB og ASÍ. Þær benda á í greininni að ofbeldi í nánum samböndum nær til samskipta milli maka, fyrrverandi maka eða sambúðaraðila, og getur verið líkamlegt, andlegt, kynferðislegt, fjárhagslegt eða jafnvel stafrænt.
Í greininni kemur fram að rúmlega 1.100 ofbeldismál af þeim toga voru skráð hjá lögreglu á Íslandi árið 2024, þar af 716 þar sem ofbeldi kom frá maka eða fyrrverandi maka sem er talsverð aukning frá 2018. Flestir þolenda voru konur og meirihluti gerenda karlar. Greinin undirstrikar að þessar tölur sýna aðeins brot af vandanum því fjöldi mála eru ekki skráð.
Þá er bent á alvarlegar afleiðingar ofbeldis, að það skaðar ekki einungis líkamlega og andlega heilsu þolenda, heldur hefur það oft víðtæk áhrif á fjölskyldur, börn og samfélagið allt.
Vakin athygli á árlegu átaki gegn kynbundnu ofbeldi þar sem hvatt er til vitundarvakningar, aukinna úrræða og samfélagslegrar ábyrgðar vegna heimilisofbeldis.
„16 daga átakið gegn kynbundnu ofbeldi er árleg herferð UN Women, sem hefst á alþjóðlegum baráttudegi gegn kynbundnu ofbeldi þann 25. nóvember og lýkur á alþjóðlegum mannréttindadegi Sameinuðu þjóðanna 10. desember.“
Lesa má greinina á vef Sameykis undir Pistlar og greinar hér