Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

9. desember 2025

Stjórnir PFÍ og Sameykis samþykkt að leggja til sameiningu

Stjórnir Póstmannafélags Íslands og Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu hafa samþykkt að leggja til sameiningu félaganna.

Stjórnir Póstmannafélags Íslands og Sameykis stéttarfélags í almannaþjónustu hafa samþykkt að leggja til sameiningu félaganna. Verður málið tekið fyrir á aðalfundi PFÍ í mars á næsta ári sem er samhliða aðalfundi hjá Sameyki. Mun sameiningin hafa marga kosti í för með sér fyrir félagsmenn í Póstmannafélaginu, þar sem kjör og réttindi haldast óbreytt og samningsréttur félagsmanna verður áfram tryggður. Félagsaldur, áunnin réttindi og punktastaða flytjast óskert yfir til Sameykis og núverandi trúnaðarmenn halda stöðu sinni innan Sameykis.

Með sameiningu fá félagsmenn PFÍ aðgang að öflugra baklandi, fjölbreyttari þjónustu og sérfræðiþekkingu Sameykis, sem er eitt stærsta stéttarfélag landsins með um 14.000 félagsmenn. Þetta felur meðal annars í sér betri aðstöðu til ráðgjafar, réttindagæslu og stuðnings. Þá eykst aðgengi félagsmanna að orlofshúsum um allt land, ásamt því að Sameyki býður einnig orlofsíbúðir á Spáni og Tenerife.

Sameiningin veitir félagsmönnum PFÍ aukinn styrk, bæði fjárhagslega og félagslega, þar sem stærra félag hefur sterkari stöðu í kjarabaráttu og meiri getu til að tryggja hagsmuni félagsmanna. Markmiðið er að standa betur að vígi gagnvart atvinnurekendum og ríki, og tryggir félagsmönnum víðtækari réttindi, betri þjónustu og öflugt bakland til framtíðar.

Sjá einnig frétt á vef Póstmannafélags Íslands.