18. desember 2025
Opnað fyrir umsóknir á Spáni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um páskaúthlutun á íbúðunum í Los Arenales del Sol og Quesada á Spáni og húsinu í Las Cristianos á Tenerife.
Vikan sem er til úthlutunar er 2. til 9. apríl 2026.
Opið er fyrir umsóknir til 12. janúar kl.12:00. Úthlutað verður eftir punktakerfi þann 14. janúar.
Við vekjum athygli félagsfólks á eftirfarandi. Félagsfólk sem dvalið hefur í orlofshúsi Sameykis á Tenerife á árinu 2025 kemur ekki til greina í úthlutun fyrir árið 2026.
Sótt er um á Orlofshúsavef Sameykis