29. desember 2025
Nýr stofnanasamningur undirritaður við Fangelsismálastofnun

Samninganefnd Fangavarðafélagsins: F.v. Bjartur Steinsgrímsson, Birgir Jónasson, Arilíus Óskarsson, Baldur Gauti Tryggvason, Ágústa Rúnarsdóttir, Harpa Lilja Vernharðsdóttir, Eiríkur Már Rúnarsson og Ingólfur Björgvin Jónsson, deildarstjóri kjaradeildar Sameykis.
Sameyki og Fangavarðafélag Íslands undirrituðu mánudaginn 22. desember nýjan stofnanasamning við Fangelsismálastofnun. Vinna við samninginn hefur staðið yfir frá árinu 2022, en viðræður fóru af fullum þunga af stað í byrjun árs 2025. Nýi samningurinn er mikilvægur áfangi fyrir félagsfólk Sameykis sem starfa sem fangaverðir og felur í sér skýrari starfsramma og markar mikilvægan áfanga í baráttunni fyrir bættum kjörum fyrir starfsstéttina.

Birgir Jónasson, settur forstjóri Fangelsismálastofnunar, og Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, við undirritun samningsins.
Undir samninginn heyra tæplega 130 félagmenn í Sameyki sem starfar í fjórum mismunandi fangelsum víðs vegar um landið; Litla Hrauni, Hólmsheiði, Kvíabryggju og á Sogni. Sameyki fagnar niðurstöðunni og telur samninginn mikilvægt skref í átt að styrkara starfsumhverfi og réttlátari kjörum fyrir fangaverði.
Sameyki óskar fangavörðum og Fangelsismálastofnun til hamingju með nýjan stofnanasamning.