Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

12. janúar 2026

Opnað fyrir umsóknir um úthlutun orlofshúsa á Spáni

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um úthlutun á orlofstímabilinu frá lokum maí til loka ágúst 2026 á Spáni. Um er að ræða tvær orlofsíbúðir til útleigu fyrir félagsfólk í nágrenni Alicante, í Quesada og fjölbýlishúsi við ströndina Los Arenales del Sol. Á Tenerife er um að ræða raðhús í Los Cristianos.

Orlofseignirnar eru vel útbúnar og í þeim er m.a. þvottavél og loftkæling, en sér sundlaug fylgir húsinu á Tenerife. Sjá nánar á Orlofshúsavef Sameykis.

Spánn orlofsíbúð nr. 129 í Quesada
Spánn orlofsíbúð nr. 48 við ströndina Los Arelanes
Orlofshús Villa Portofino 5B í Los Cristianos, Tenerife

Tímabilið er 13 vikur, frá 28. maí til 27. ágúst 2026.

Opið er fyrir umsóknir til 9. febrúar kl. 12:00. Úthlutað verður eftir punktakerfi 11. febrúar.

Vinsamlega athugið: Félagsfólk sem hlaut úthlutun orlofshússins á Tenerife árið 2025 kemur ekki til greina í úthlutun á Tenerife fyrir árið 2026.