27. janúar 2026
Vorönn Gott að vita að hefjast

Fyrsta námskeið vorannar er Grunnatriði í jóga sem hefst 4. febrúar
Margt spennandi má finna í dagskrá vorannar Gott að vita námskeiða og fyrirlestra, sumt í fjarnámi en annað í staðnámi.
Sameyki í samstarfi við fræðslumiðstöðvarnar Framvegis miðstöð símenntunar, Farskóla Norðurlands vestra og Símey bjóða félagsfólki upp á fjölbreytta dagskrá. Skráning er hafin á námskeiðin og fyrsta námskeið vorannar er Grunnatriði í jóga sem hefst 4. febrúar og því er um að gera að skrá sig sem fyrst. Efnistök eru fjölbreytt en meðal annars má nefna fjármál, gervigreind, heilsu, ræktun, launaseðla, réttindi, svefn og starfslok. Við hvetjum félagsfólk til að kynna sér dagskránna.
Sjá upplýsingar um Gott að vita námskeiða hér