
Þeir sem eiga aðild og geta sótt um í Mannauðssjóðinn Heklu eru sveitarfélög, Dvalarheimilið Höfði og Slökkvilið höfuðborgarsvæðins.

Þeir sem eiga aðild og geta sótt um í Mannauðssjóðinn Heklu eru sveitarfélög, Dvalarheimilið Höfði og Slökkvilið höfuðborgarsvæðins.
Sjóðurinn starfar á grundvelli kjarasamnings Sambands íslenska sveitarfélaga og eftirtalinna stéttarfélaga:
Tilgangur og hlutverk
Tilgangur Mannauðssjóðsins Heklu er að reka Mannauðssetur sbr. bókun 3 [2024] Mannauðsjóður og mannauðssetur í kjarasamning aðila sbr. ofantalið. En það er gert með því að stuðla að framgangi starfsfólks og framþróun sveitarfélaga og stofnana þeim tengdum með markvissri starfsþróun. Sjóðurinn leggur áherslu á að starfsfólk stofnana sem aðild eiga að honum hafi tækifæri til að auka og nýta þekkingu sína í starfi, með því að þróa færni sína og viðhalda verðgildi sínu á vinnumarkaði.
Mannauðssetur sinnir hlutverki sínu meðal annars með því að veita styrki til fræðsluverkefna til sveitarfélaga og stofnanna þeirra sem tengjast markvissri starfsþróun og þróun mannauðs. Auk þess að gera tillögur um fræðslu, taka þátt í samtali um hugmyndir og vera stefnumótandi. Mannauðssetur veitir stuðning og skipuleggur fræðslu til stofnana um t.d. skipulag og framsetningu símenntunnaráætlana ásamt samstarfi við tengda fræðsluaðila.