Ný skýrsla Vörðu sýnir ójafna skiptingu heimilisstarfa meðal karla og kvenna
Samkvæmt nýrri skýrslu Vörðu – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sinna konur heimilisstörfum og ábyrgð heimilisins......
1. gr.
Á vef Sameykis og í tímariti þess er fréttum, fræðslugreinum og upplýsingum miðlað til félagsmanna og starfsmanna Sameykis, sem og til fjölmiðla og annarra sem vilja fylgjast með því sem fram fer á vettvangi þess.
2. gr.
Samskiptastjóri Sameykis er jafnframt ritstjóri vefs og tímarits Sameykis. Ritstjórinn undirbýr og velur efni sem fer inn á vefinn og í tímaritið, að höfðu samráði við formann Sameykis ef álitamál koma upp. Allt sem sett er inn á vefinn skal vera satt og rétt eftir því sem best er vitað þegar efnið er sett inn. Verði á því misbrestir skal leiðrétta þá svo fljótt sem auðið er.
3. gr.
Ritstjórnarstefna Sameykis skal vera aðgengileg á vef þess. Þá eru allar nýjar ályktanir sem Sameyki samþykkir settar inn á vefinn.
4. gr.
Á vef og í tímariti Sameykis birtast reglulega fréttir um það sem hæst ber hjá stéttarfélaginu hverju sinni. Ritstjóri vefsins leggur sjálfstætt mat á fréttaefni og tekur ákvörðun um hvað á erindi inn á vefinn og hvað á ekki heima á þeim vettvangi.
5. gr.
Pistlar og leiðaragreinar eftir formann Sameykis og aðra talsmenn þess birtast reglulega á vef stéttarfélagsins. Þar eru settar fram skoðanir forystu Sameykis á ákveðnu máli eða málum. Ritstjóri vefsins leggur sjálfstætt mat á pistla og tekur ákvörðun um hvað á erindi inn á vefinn og hvað á ekki heima á þeim vettvangi.
6. gr.
Sameyki leitast við að birta fréttir um það sem hæst ber hjá stéttarfélaginu eftir því sem unnt er. Formaður, og eftir atvikum starfsmenn Sameykis, geta óskað eftir því að fjallað sé um ákveðið efni á vefnum. Ritstjóri leggur sjálfstætt mat á efnið og tekur ákvörðun um hvort það verði birt óbreytt, efni unnið úr því og birt, eða efnið ekki birt á miðlum þess. Sú ákvörðun er meðal annars tekin út frá því hvort efnið er talið eiga erindi við lesendur, framboði á öðru efni á þeim tíma sem það berst og hagsmunum Sameykis af birtingu efnisins.
7. gr.
Stjórn Sameykis tekur endanlega ákvörðun um ritstjórnarstefnu fyrir vef og Tímarit Sameykis. Allar breytingar á ritstjórnarstefnu skal leggja fyrir stjórn Sameykis til samþykktar eða synjunar.
Samkvæmt nýrri skýrslu Vörðu – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins sinna konur heimilisstörfum og ábyrgð heimilisins......
Kjaratölfræðinefnd birti haustskýrslu 2025 um kjarasamninga, launaþróun og stöðu efnahags- og vinnumarkaðsmála 27. nóvember sl....
Orlofsíbúðir á Spáni. Við vekjum athygli félagsfólks á að lausar eru til umsóknar orlofsíbúðir Sameykis á Spáni yfir hátíðarnar. Fyrstir koma, fyrstir......
Morgunverðarfundur var haldinn með félagsfólki sem starfar á skóla- og frístundasviði hjá Reykjavíkurborg. Kári Sigurðsson, formaður Sameykis, stýrði......
Hagfræðingar ASÍ og BSRB, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og Steinunn Bragadóttir, vekja athygli á alvarleika heimilisofbeldis og ofbeldis í nánum......
Á fundi í trúnaðarmannaráði Sameykis í dag var fjallað m.a. um fyrirhugaðar lagabreytingar fyrir næsta aðalfund sem fram fer 26. mars 2026......
Fræðsla er eitt mikilvægasta verkfæri starfsfólks til að efla sig í starfi, mæta breytingum á vinnumarkaði og tryggja jöfn tækifæri allra. Sameyki......
Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um að vekja athygli á kynjamisrétti og vinna að því að kröfur Kvennaárs nái fram að ganga. Af......
Í þessum pistli vil ég rekja aðdragandann að því að ég fékk háskólagráðuna mína metna við störf sundlaugarvarðar. Ég hef unnið í hluta- og......
Í október voru 50 ár liðin frá því að mikill meirihluti kvenna á Íslandi lagði niður launuð og ólaunuð störf til að krefjast þess ......
Gervigreind hefur á örfáum árum orðið eitt stærsta viðfangsefni samtímans, enda er hún fjórða tæknibyltingin sem á skömmum tíma hefur breytt því......
Ég segi að verkfallsrétturinn er heilagur réttur launafólks og það eiga allir að hafa þann rétt í neyðartilfellum til að ná samningsaðilum að......