Gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu

Hvernig væri að kynnast útivistarparadísinni Höfuðborgarsvæðið í göngutúrum á vel völdum stöðum? Við munum taka góða göngutúra í fjórum náttúruperlum höfuðborgarsvæðisins, ganga rólega, njóta náttúrunnar saman, spjalla, fræðast um perlurnar o.fl. sem okkur dettur í hug að gera. Gengið verður um alls konar stíga, malbikaða sem og malarstíga, slétta sem óslétta. Gott er að eiga skó sem eru með ágætlega grófum botni til þess að renna ekki til á malarstígunum. Hver göngutúr tekur 1 ½ - 2 klst.
Búnaður: góðir skór með þokkalega grófum botni, skjólgóður fatnaður.
Dagsetningar: Mánudagar og fimmtudagar 25. og 28. apríl og 2. og 5. maí kl. 17:30-19:30.
Lengd: 8 klst.
Leiðbeinandi: Gróa Másdóttir jógakennari, leiðsögumaður og markþjálfi