Marokkó fyrir ferðamenn

Kl: 17:30-17:30
Staðsetning: Borgartún 20
Marokkó laðar til sín ferðamenn sem aldrei fyrr. Þegar farið er á framandi slóðir getur verið gagnlegt að kynna sér áfangastaðinn. Á þessu námskeiði fjallar Sonja, sem er frá Marokkó, um ýmsa þætti sem gera undirbúning ferðarinnar auðveldari og ferðina sjálfa ánægjulegri. Sonja hefur skipt umfjöllun sinni í nokkra þætti:
- Landafræði og saga
- Veður og gjaldmiðill
- Menning og tungumál
- Hvernig er best að ferðast um landið og áhugaverðir staðir til að skoða
- Matarmenning, vinsælasti maturinn og nokkrar uppskriftir.
Dagsetning: Mánudagar 18. og 25. október og 1. nóvember
Tími: 17:30-19:30
Lengd: 6 klst.
Staður: Framvegis, Borgartún 20, 3ja hæð
Leiðbeinandi: Sonja Jósefsdóttir, sem er frá Marokkó og hefur búið í 24 ár á Íslandi.
Skráðu þig hér á námskeiðið Marokkó fyrir ferðamenn.