Fræðsla og félagsskapur fyrir 50+

Kl: 20:00-21:00
Staðsetning: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.
Þriðja æviskeiðið er ýmist miðað við fólk yfir fimmtugt eða sextugt en hver og einn ákveður í raun hvenær þriðja æviskeið hans hefst. Engin skilyrði eru fyrir þátttöku í félaginu og engin próf eru tekin. U3A Reykjavík er hluti af alþjóðasamtökunum International Universities of the Third Age með fjölda þátttakenda um allan heim. Innan U3A Reykjavík er starfandi Vöruhús tækifæranna en það er markaðstorg tækifæra fólks á þriðja æviskeiðinu sem vill móta framtíðina á eigin forsendum.
Leiðbeinandi: Birna Sigurjónsdóttir, formaður U3A Reykjavík