Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

Bollakökuskreytingar

Kl: 17:30-19:00
Staðsetning: Netviðburður

Á námskeiðinu er farið yfir helstu atriði sem skipta máli við bollakökubakstur og skreytingar. Þátttakendur eru leiddir   áfram skref fyrir skref þar sem bollakökur eru bakaðar, bollakökukrem búið til ásamt því að fá innsýn inn í þær aðferðir   sem henta vel til að skreyta bollakökur.

Þátttakendur fræðast um áhöld, form, matarliti ásamt hráefnum sem notuð eru við baksturinn og skreytingarnar. Námskeiðið er uppbyggt með það í huga að þátttakendur geti bakað og skreytt á sama tíma og þeir horfa og hlusta.

Innkaupalisti birtist æa vef Framvegis þegar nær dregur fyrir þá sem vilja taka þátt í námskeiðinu með því að baka heima. Einnig er velkomið að fylgjast með án þess að baka og skreyta.

Dagsetning: Fimmtudagur 12. október
Kl. 17:30-19:00
Lengd: 1,5 klst.
Staður: Netviðburður– skráðir þátttakendur fá senda krækju með aðgangi að námskeiðinu.

Leiðbeinandi er Hjördís Dögg Grímarsdóttir. Hín er kennari að mennt og eigandi baksturssíðunnar mömmur.is. Í fjölda ára hefur hún galdrað fram gómsætar kökur og kennt fólki að gera slíkt hið sama.

Skráðu þig hér á námskeið í bollakökuskreytingum.