Nám trúnaðarmanna - Starfsemi Sameykis og kjarasamningar

Kl: 12:45-15:45
Staðsetning: BSRB húsið, Grettisgötu 89, 105 Reykjavík, 1. hæð
Farið er yfir starfsemi Sameykis og réttindi félagsfólks í sjóðum stéttarfélaganna, svo sem styrktar- og sjúkrasjóði, fræðslusjóðum, orlofssjóði og vinnudeilusjóði. Þá er farið yfir grundvallarkafla kjarasamnings þar sem fjallað er um vinnutíma og skipulag, vaktavinnu og hvíldartíma, matar- og kaffitíma, orlof, veikindarétt, uppsagnarákvæði og fleira. Einnig er fjallað um launamyndunarkerfi eins og starfsmat og stofnanasamninga.
Námskeiðið er í samstarfi við Fræðslusetrið Starfsmennt og nánari upplýsingar og skráningu má nálgast þar.
Skráning á námskeið