Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

5. maí 2021

Traust er lykilatriði

Eftir Styrmir Davíðsson

 

Það er ábyrgðar hlutverk að taka að sér að vera trúnaðarmaður félagsmanna á sínum vinnustað. Í upphafi var ég hikandi hvort ég ætti að taka það að mér. Trúnaðarmaður stendur meðal annars vörð um kjör og réttindi starfsmanna, og þarf að vera tilbúin að leysa erfið mál sem upp geta komið á vinnustaðnum. Þar skiptir að mínu mati höfuðmáli, að trúnaðarmaður taki vel á móti fólkinu, sé þægilegur í samskiptum, hlusti og sýni áhuga og skilning. Þá þarf að vera traust til staðar, það er lykilatriði.

Ánægjulegt hlutverk
Það kom mér skemmtilega á óvart hvað það hefur verið lærdómsríkt og áhugavert að gegna þessu hlutverki. Ég hef fengið tækifæri á að kynnast Sameyki sem stéttarfélagi mjög vel, ásamt því að hitta aðra trúnaðarmenn á námskeiðum og fundum hjá félaginu. Maður kynnist einnig samstarfsfólki sínu á annan hátt og samskiptin verða opnari. Að geta verið til staðar og láta gott af sér leiða í þessu hlutverki er mjög gefandi og hollt fyrir alla.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)