Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. janúar 2013

Kynbundinn launamunur

SFR fagnar útspili stjórnvalda og þeim fögru fyrirheitum sem þau gefa um að draga úr kynbundnum launamun. Félagið hefur undanfarin ár barist ötullega gegn launamun kynjanna og birt niðurstöður launakannana sem sýnt hafa kynbundinn launamun ár eftir ár.

Stjórnvöld lofa nú að kynbundinn launamunur heyri brátt fortíðinni til og það er fagnaðarefni. Samkvæmt yfirlýsingu stjórnvalda mun einkum verða horft til starfshópa þar sem 2/3 starfsfólks eru konur, enda sýna niðurstöður kannana að sá hópur er með lægstu launin. Kvennastéttir innan SFR munu þar ekki gleymast. Konur eru 70% félagsmanna SFR og margar þeirra tilheyra stórum kvennastéttum á lágum launum.

Í yfirlýsingu stjórnvalda er sleginn sá varnagli að ef væntanleg leiðrétting launa rúmist ekki innan fjárhagsramma viðkomandi stofnana verði lagðar fram sérstakar tillögur til fjármögnunar. SFR hefur margsinnis gagnrýnt að þrátt fyrir yfirlýstan vilja stjórnvalda hefur hingað til vantað umræður um fjármagn til verksins og því eru þetta ánægjulegar fréttir.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)