Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

10. maí 2013

Norræn ráðstefna læknaritara vel heppnuð

FÍL ráðstefna 3maí þátttakendur (37) [1024x768]

Félag íslenskra læknaritara hélt norræna ráðstefnu 2. - 4. maí sl. og voru þátttakendur 150 talsins frá öllum Norðurlöndunum. Ráðstefnan var vel heppnuð í alla staði og þar voru flutt ýmis fróðleg erindi en þema ráðstefnunnar var hvernig læknaritarar geta þróað starfsgrein sína til framtíðar.  

Ragna Árnadóttir (4) [1024x768]
Ragna Árnadóttir flutti ávarp við setningu ráðstefnunnar.

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni var Hjálmar Gíslason, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri DataMarket. Hann er frumkvöðull og óseðjandi áhugamaður um tölvur og tækni en stefna og sýn DataMarket byggist að miklu leyti á hugmyndum Hjálmars um bætt aðgengi að öllum heimsins gögnum. Erindi hans hét Gögn, myndrit og heilbrigðismál og þar fjallaði hann um að gögn af ýmsu tagi spila stórt hlutverk í daglegu lífi og starfi okkar flestra. Þetta á ekki síst við um heilbrigðisgeirann. En hvað á að gera við öll þessi gögn? Liggja kannski falin verðmæti í gögnum sem engum þykja áhugaverð? Hvernig getum við gert gögnin aðgengilegari og ekki síst auðskiljanlegari? Í þessum fyrirlestri verður leitast við að svara þessum spurningum og tekin dæmi um áhugaverða gagnavinnslu og framsetningu.

Ráðstefnudagur 3mai (72) [1024x768]
Elín Sanko, formaður Félags íslenskra læknaritara, og Margrét Jónsdóttir Njarðvík ráðstefnustjóri

Þá fjallaði Njörður Sigurðsson, sviðsstjóri skjalasviðs Þjóðskjalasafns Íslands, um stjórnun og varðveislu heilsufarsupplýsinga sem innihalda upplýsingar um heilsu sjúklings og hvaða meðferð hann fær í heilbrigðiskerfinu. Þetta eru mikilvægar upplýsingar bæði fyrir sjúklinginn og heilbrigðisstarfsmenn og Njörður fór yfir hvernig lagaramminn í kringum þetta er og hvernig varðveislunni er háttað. Hvaða upplýsingar eru varðveittar og hvernig aðgengið er að þeim.

Double male quartet-One double (3) [1024x768]
Karlakórinn Einn tvöfaldur söng við setningu ráðstefnunnar.

Kristinn Sigvaldsaon, yfirlæknir gjörgæsludeildar Landspítala í Fossvogi, fjallaði líffæragjafir en hann hefur verið mjög virkur í skipulagningu varðandi það á Íslandi frá upphafi þeirra 1993. Ísland er lítið samfélag og ekki í stakk búið til að reka sjálfstæða líffæragjafastofnun og er því í samstarfi við nágrannalönd okkar hvað líffæragjafir varðar. Í samvinnu við Danmörku og Svíþjóð hafa líffæragjafir og líffæraígræðslur verið mjög virkar og vel heppnaðar sl. 2 áratugi. Fram kom í hans erindi að biðlistar eftir líffæragjöfum lengjast stöðugt en ótímabær dauðdagi einnar manneskju getur hjálpað allt að sex öðrum manneskjum að lifa og vera virkur þáttakandi í samfélaginu.

FÍL ráðstefna 3maí þátttakendur (31) [1024x768]

Einnig flutti Inga Þórsdóttir fyrirlestur um Heilbrigðisvísindasvið Háksóla Íslands, Ingrid Kuhlman flutti erindi sem hún kallaði Hversu full er fatan þín og Eyþór Eðvarsson flutti erindi sem bar nafnið Að auka persónulegan styrk sinn (The art of emotional well-being). Einnig var erindi frá öllum aðildarfélögum NOLO (Norrænu læknaritarasamtakanna) þar sem fjallað var um læknaritara, menntun þeirra og tækifærin til framtíðar.

Lesa má nánar um ráðstefnuna á www.fil2013.com.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)