Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. ágúst 2013

Hvernig er þinni starfsþróun háttað á haustönn 2013?

2013-haust-bæklingur-forsidaNú eru flestir komnir úr sumarfríi og því ekki úr vegi að minna á eitt mikilvægt verkefni sem allir starfsmenn verða að sinna en það er að huga að starfsþróun sinni.

Bæklingar frá símenntunarmiðstöðvum eru byrjaðir að detta inn um póstlúguna og auglýsingar að birtast í miðlum. Þar á meðal er bæklingur frá Fræðslusetrinu Starfsmennt þar sem má finna fjölbreyttar leiðir til að bæta við sig þekkingu og færni. 

Öll þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum SFR að kostnaðarlausu.

Hér má nálgast rafræna útgáfu bæklingsins en í honum eru upplýsingar um almenn námskeið, fjarkennt tölvunám, starfstengdar námsleiðir og ráðgjafaþjónustu við stofnanir.

Allar nánari upplýsingar um nám og þjónustu má fá á www.smennt.is þar sem skráning og önnur rafræn umsýsla náms fer fram.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)