Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

3. september 2013

BSRB birtir niðurstöður launakönnunar

BSRBmerkigottBSRB hefur nú birt niðurstöður úr launakönnun sinni fyrir árið 2013. Á heimasíðu bandalagsins kemur fram að konur hafa 27% lægri laun er karlar, meðal fólks í fullu starfi. Meðallaun kvenna innan BSRB eru 346.724 krónur á mánuði á meðan mánaðarlaun karla eru 474.945 krónur. Þá hefur kynbundinn launamunur á heildarlaunum fólks í fullu starfi innan BSRB mælist nú 11,4% samanborið við 12.5% á síðasta ári. Mestu mælist kynbundni launamunurinn hjá sveitarfélögunum, eða 13,3% en 10.9% hjá ríkinu.

Á heimasíðu BSRB eru ítarlegri niðurstöður kynntar.

 

SFR hefur einnig gert launakönnun eins og undanfarin 8 ár, og verða niðurstöðurnar hennar fyrir árið 2013 birtar bráðlega.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)