Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

6. september 2013

Stjórn BSRB ályktar

BSRBmerkigottStjórn BSRB samþykkti á fundi sínum sem nú stendur yfir á Egilsstöðum ályktun varðandi kynbundinn launamun, en nýleg könnun bandalagsins sýndi fram á kynbundinn launamun innan BSRB upp á 11,4%. Í ályktuninni lýsir BSRB yfir vonbrigðum sínum með niðurstöður nýrrar kjarakönnunar og hvetur ríkisstjórnina til að halda áfram því jafnlaunaátaki sem fyrri stjórn hóf. Þar er einnig minnt á það að hlutverk ríkis og sveitarfélagaer að vera leiðandi í baráttunni gegn launamisrétti.

 

 

Ályktun stjórnar BSRB um kynbundinn launamun                                                               

Stjórn BSRB lýsir yfir vonbrigðum sínum með niðurstöður nýrrar kjarakönnunar bandalagsins sem sýnir fram á 11,4% óútskýrðan kynbundinn launamun innan BSRB.

Stjórn BSRB fer fram á að ríkisstjórnin haldi áfram því jafnlaunaátaki sem fyrri stjórn kynnti í upphafi árs og leggi aukinn kraft og fjármuni í að vinna bug á því meini sem kynbundinn launamunur er á íslenskum vinnumarkaði.

Ríki og sveitarfélög eiga að vera leiðandi aðilar í baráttunni gegn því misrétti sem felst í launamun kynjanna.

Stjórn BSRB hvetur stofnanir ríkis og sveitarfélaga til að fá óháða aðila til að rýna launabókhald sitt ásamt  viðsemjendum með það að markmiði að eyða kynbundnum launamun hvar sem hann kann að finnast.

Opinberir launagreiðendur eiga að vera öðrum fyrirmynd þar sem mismunun á grundvelli kynferðis á ekki að þekkjast. Kynbundnum launamun verður að eyða og stjórnvöld jafnt sem aðrir atvinnurekendur á vinnumarkaði verða að axla sína ábyrgð og taka á þessum málum af festu.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)