Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

14. október 2013

Trúnaðarmannaráð SFR ályktar um kjaramál

trunomars2013arniTrúnaðarmannaráð SFR ályktaði um kjaramál á fundi sínum í síðustu viku. Ráðið gerir þá kröfu á stjórnvöld að næstu kjarasamningar feli í sér verulega kaupmáttaraukningu enda hafa launafólk lagt mikið á sig á síðast liðnum árum til þess að tryggja stöðugleika.

 

 

Ályktun Trúnaðarmannaráðs SFR, 9. okt. 2013

Á sama tíma og ríkisstjórnin hendir frá sér sanngjörnum tekjustofnum þá er það skýlaus krafa félagsmanna SFR að komandi kjarasamningsviðræður leiði til raunverulegra kjarabóta. Stjórnvöld hafa með stefnu sinni um að létta undir með þeim sem mest hafa, sýnt að rými er fyrir leiðréttingu kjara hjá almennu launafólki, enda hefur það lagt mikið á sig á síðast liðnum árum til þess að tryggja stöðugleika í kjölfar efnahagshrunsins.

Trúnaðarmannaráðsfundur SFR gerir kröfu um að næstu kjarasamningar feli í sér verulega kaupmáttaraukningu fyrir félagsmenn SFR. Til þess að svo megi verða er ljóst að stjórnvöld og atvinnurekendur verða að sýna ábyrgð. Nauðsynlegt er að koma á stöðugleika á þróun gengis og verðlags. Forsenda kjarabóta er að þeim verði ekki velt út í verðlag með sama hætti og verið hefur. Það er grundvallaratriði að kynbundinn launamunur verði leiðréttur og að launabilið milli almenna og opinbera markaðarins verði lagfært.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)