Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

24. október 2013

Til hamingju með daginn

Í dag er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. Í dag láta jafnréttissinnaðar konur og karlar í sér heyra. Áratugurinn 1975-1985 var opinber kvennaártugur Sameinuðu þjóðanna. Hann hófst á hinum margfræga kvennafrídegi 24. október árið 1975 en þann dag fylktu íslenskar konur liði á Lækjartorgi í Reykjavík og víðar um land og héldu upp á baráttudag kvenna með ræðuhöldum og söng.

Útifundurinn á Lækjartorgi varð að fjölmennasta útifundi Íslandssögunnar en þangað söfnuðust 25 þúsund konur. Langflestar konur lögðu niður störf þennan dag og atvinnulífið lamaðist. Framtak íslenskra kvenna vakti verðskuldaða athygli erlendra blaða- og fréttamanna og víða birtust myndir af útifundum og viðtöl við íslenskar konur í erlendum fjölmiðlum.

Síðan þá höfum við þokast í rétta átt þó enn sé langt í land á sumum sviðum. SFR skorar á íslenskar konur og karla að halda áfram að vera í forystunni í jafnréttismálum - SFR stéttarfélag mun sannarlega ekki láta sitt eftir liggja í baráttunni.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)