Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

18. desember 2013

Nýir styrkir til starfsþróunar fyrir SFR félaga

Nú gefst SFR félögum tækifæri til að sækja um aukna styrki vegna fræðslu sem tengist starfsþróunaráætlun þeirra. Einnig geta félagsmenn sótt styrk um vegna sérstakra verkefna sem teljast vera liður í starfsþróun þeirra. Rökstyðja þarf umsókn með tilliti til þessa, auk þess sem rökstyðja þarf staðarval náms ef það er erlendis. Almennt viðmið fyrir styrkveitingu er að nám standist almennar gæðakröfur eða sé gæðavottað. Um er að ræða viðbót við Starfsmenntunarsjóð SFR.

Hægt er að sækja um styrk vegna fræðslu sem tengist starfsþróunaráætlun umsækjenda eða er liður í starfsþróun hans samkvæmt staðfestingu yfirmanns.

Starfsþróunaráætlun snýr að starfsþróun í núverandi starfi. Áætlunin byggir á sameiginlegri niðurstöðu starfsmanns og yfirmanns með þarfir starfsmanns og stofnunarinnar í huga. Markmiðið er að auka árangur starfsmanns og stofnunar og er hluti af starfsþróunaráætlun sem samþykkt er af yfirmanni.

Sé slík staðfesting ekki fyrir hendi er réttur til umsóknar almennt háður því að verkefni teljist vera liður í persónulegri starfsþróun umsækjanda til að tileinka sér nýja þekkingu, færni og hæfni. Styrkhæfir kostnaðarliðir eru að jafnaði eftirfarandi:

  1. Skólagjöld
  2. Námskeiðsgjöld
  3. Ráðstefnugjöld erlendis
  4. Ferðakostnaður sem hlýst af A til C.
    a. Í ferðakostnaði er innifalið m.a. flug, lestarferðir og kostnaður vegna gistingar. 
        Ekki eru greiddar ferðir innanbæjar, bensín eða leiga á bílaleigubílum.
    b. Rökstyðja þarf staðarval náms/námskeiða erlendis.

Sjá nánari úthlutunarreglur hér.

Umsókn á rafrænu formi er hér.
Einnig er hægt að sækja um á Mínum síðum og þar er hægt að senda inn rafræn viðhengi.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)