Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

16. júní 2014

SFR á jafnréttisráðstefnu Nordisk Forum 2014 í Malmö

Nordisk-forum-hópmynd-lítil
Hér eru 15 af 27 fulltrúum SFR á ráðstefnunni fyrir framan Arena þar sem ráðstefnan fór fram.

Dagana 12. - 15. júní var haldin jafnréttisráðstefna Nordisk Forum í Malmö, en 27 fulltrúar úr hópi trúnaðarmanna og starfsmanna SFR sóttu hana. Á ráðstefnunni voru um 6000 manns frá öllum Norðurlöndunum en einnig fleiri löndum. Yfirskrift ráðstefnunnar var New action - skilaboðin eru sterk, við skulum meta þaðsem áunnist hefur en þörfin á að finna nýjar leiðir, tæki og tól í jafnréttisbaráttunni er mikil. Dagskráin var afar fjölbreytt og hlýddu fulltrúar SFR m.a. á fyrirlestra og umræður um launajafnrétti, valdaskiptingu heimsins, jafnréttismál á vinnumarkaði og umhverfismál út frá feminískum sjónarhóli svo eitthvað sé nefnt.

Nordisk-forum-Vigdis-Finnboga-lítil
Vigdís Finnbogadóttir, fyrsta konan sem var lýðræðislega kjörinn forseti, flutti framsögu og tók þátt í umræðum á stóra sviðinu, þar sem var rætt um konur með völd og ákvarðanatöku.

Nordisk-forum-Halla-Gunnars-lítil
Halla Gunnarsdóttir, fyrrum aðstoðarmaður Ögmundar Jónassonar þáverandi innanríkisráðherra, flutti framsögu og tók þátt í umræðum um hlutverk fjölmiðla, samfélagsmiðla og veraldarvefsins þegar kemur að jafnrétti.

Hægt er að nálgast upptökur af hluta af fyrirlestrum ráðstefnunnar hér.

Nordisk-forum-straeto-lítil 
Beðið eftir strætó til að komast á ráðstefnusvæðið.

Nordisk-forum-hópmynd2-lítil
Önnur hópmynd fyrir utan ráðstefnuhöllina, en ánægjulegt var að meðal fulltrúa SFR voru bæði konur og karlar, enda skiptir jafnrétti jafnmiklu máli fyrir bæði kynin .

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)