Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

28. júní 2014

Flutningur Fiskistofu

Arni við skrifborð ...þungur a brunNú rétt fyrir helgi bárust starfsmönnum Fiskistofu þær fréttir að flytja ætti stofnunina norður á Akureyri. Þetta kom öllum á óvart enda hvergi verið rætt né kynnt áður. Um 70 manns starfa hjá Fiskistofu og er stefnt að því flutningurinn verði að fullu afstaðinn í lok árs 2015, en þetta er stærsti flutningur ríkisstofnunar á milli landshluta hingað til.

Árni Stefán Jónsson, formaður SFR, segir þessa aðferðafræði kolranga.  Það hafi sannarlega verið á stefnuskrá stjórnvalda að fjölga störfum á landsbyggðinni en það sé afar umdeilt að gera það með þessum hætti. „Við höfum fylgst með því að nágrannaþjóðir okkar hafa gefist upp á þessari aðgerð, enda er hér verið að rífa upp bæði stofnunina og raska lífi starfsmanna, maka þeirra og barna vegna flutninganna. Hann segist efast um að margir starfsmenn muni fylgja stofnuninni, miðað við hvernig hljóðið í þeim væri núna. Þekkingin og reynslan sem tapast við þetta sé mikil og það hafi sýnt sig að það taki stofnun nokkur ár að ná aftur fyrri reisn eftir slíka flutninga. Við erum sannarlega ekki á móti því að fjölga opinberum störfum út á landsbyggðinni, segir Árni, en þessi aðferðafræði gengur ekki. Raunhæfari leið væri að staðsetja ný verkefni eða deildir úti á landi svo þær geti vaxið þar frá byrjun.“ Hann segir SFR mun styðja sína félagsmenn og vonar að þessi ákvörðun muni verða endurskoðuð. Á næstu dögum mun félagið setja sig í samband við ráðuneytið til að fylgja málinu eftir og fara frekar yfir fyrirhugaða framkvæmd.

Trúnaðarmaður SFR á Fiskistofu, Jóhanna Vilhjálmsdóttir, hefur sagt að fréttirnar um flutninginn komi eins og köld vatnsgusa í andlitið á starfsfólki.Hún segist ekki eiga von á því að margir starfsmenn muni fylgi starfseminni norður, sumir þeirra séu komnir á miðjan aldur, með börn og barnabörn. Á stofnuninni sé mikill mannauður sem muni þarna tapast, segir hún. Á Fiskistofu er samankomin mikil þekking á sjávarútvegi, enda hafa sumir starfað þar frá upphafi. Hún segir ákvörðunin vera með öllu óskiljanlega.Fiskistofa starfi í miklum tengslum við aðrar stofnanir í sjávarútvegi og stjórnsýslu sjávarútvegsmála sem allar eru staðsettar í Reykjavík. Margir starfsmanna eru í stöðugri samvinnu við ráðuneytið og eru jafnvel daglega á fundum í ráðuneytinu.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)