Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. september 2014

Félagsráð fundar

IMG_7745 (Copy)Á fundi Félagsráðs SFR sem haldinn var í gær hélt Indriði H. Þorláksson, fyrrv. ríkisskattstjóri erindi sem hann kallaði Ríkisfjármál og skattapólitík. Erindi hans var afar áhugavert enda byggt á áratuga reynslu og mikilli þekkingu. Indriði talaði bæði um fortíð og framtíð í erindi sínu og sagðist m.a. leggja lítið upp matarskattsumræðunni í dag. Stóru málin fyrir ríkisfjármálin væri það að tekjur fyrir auðlindirnar skiluðu sér til þjóðarinnar.

Að loknu áhugaverðu erindi og umræðum greindi Árni Stefán Jónsson formaður SFR frá starfsemi félagsins á undanförnu ári, og einnig undirbúninginn fyrir komandi kjarasamninga sem nú er hafinn. Á dagskrá haustsins sagði Árni m.a. vera það að heimsækja vinnustaði og halda morgunverðarfundi með félagsmönnum. Það væri mikilvægt nú sem áður að hlusta vel á félagsmenn og gefa þeim tækifæri til að koma sínum skoðunum og áherslum til stjórnar félagsins.

Á fundinum var einnig farið yfir fjármál félagsins eins og lögin um  Félagsráð gera ráð fyrir og kosið í fastanefndir s.s. ritnefnd, fræðslunefnd, jafnréttisnefnd, menningar- og skemmtinefnd og laganefnd. Skipan nefnda má sjá hér.

IMG_7751 (Copy)

IMG_7749 (Copy)

IMG_7748 (Copy)

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)