Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

14. september 2015

Baráttufundur í Háskólabíó 15. sep. kl. 17

1mai2015Næstkomandi þriðjudag kl. 17 standa SFR, SLFÍ og LL fyrir baráttufundi fyrir bættum kjörum. Þá fjölmennum við, félagsmenn SFR, í Háskólabíó. Nú verður blásið í lúðra!

Stjórnvöld hafa hafnað því að félagsmenn SFR, SLFÍ og LL fái sambærilegar kjarabætur og sérfræðingar og hálaunafólk, sem starfar hjá ríkinu. Þeir sem eru á lægri launum eiga að sætta sig við einungis hluta í stað sambærilegra kjarabóta.

VIÐ SEGJUM NEI!

Við treystum við því að þið mætið á fundinn. Það er algjört lykilatriði til þess að stjórnvöld skynji alvöruna í kröfum okkar og baráttuvilja félaganna. Við ætlum ekki að sætta okkur við lakari kjör en aðrir ríkisstarfsmenn!

Sýnileiki okkar og samstaða er vopnið okkar í kjarabaráttu – sýnum styrk – mætum!

Vinsamlegast skráið ykkur hér á Facebook á þennan viðburð, fundinn í Háskólabíói. Það gerir okkur sýnileg!

Dagskrá baráttufundar má nálgast hér.

 

Við erum búin að setja í loftið viðburð (Event) á Facebook. Sú kynning getur verið mjög öflug ef við bjóðum Facebook-vinum okkar að skrá sig á fundinn og taka þátt. Ég bið því alla sem nota Facebook að bjóða vinum sínum á viðburðinn. Fyrir þá sem ekki hafa gert það áður er ferlið þetta:

  • Þið farið inn á síðu viðburðarins https://www.facebook.com/events/890529154369160/
  • Þið afritið slóðina í vafranum (browsernum) og farið aftur inn á ykkar einka Fésbókarsíðu.
  • Í status reitnum ykkar skrifið þið persónuleg hvatningarorð og límið slóðina inn á eftir þeim texta. Smellið síðan á Post.
  • Fundurinn er þá kominn inn á ykkar síðu.
  • Á ykkar síðu smellið þið nú á textann „Baráttufundur fyrir bættum kjörum í Háskólabíói“ og þá opnast viðburðurinn.
  • Undir aðalmynd viðburðarins hægra megin er hnappur sem heitir Invite, smellið á hann og veljið Choose friends.
  • Þá opnast gluggi þar sem þið getið valið vini til að bjóða. Veljið alla með því að smella á Select all sem er efst.
  • Smellið að lokum á Send invites og þá eru þið búin að bjóða öllum að skrá sig á fundinn.

Afar mikilvægt er að við leggjumst nú öll á árarnar og tryggjum góða skráningu og mætingu!

Miðlun upplýsinga um kjarabaráttu SFR, SLFÍ og LL við ríkið
Vegna þeirrar stöðu sem við erum nú í, þar sem viðræður við samninganefnd ríkisins eru strandaðar, höfum við búið til sérstaka síðu á Facebook sem verður notuð til þess að miðla upplýsingum frá félögunum þremur. Síðan heitir: Barátta2015. Ég vil biðja ykkur um að setja LIKE við hana og fylgjast með því sem er að gerast. Við munum setja fréttir, viðtöl og allt sem viðkemur kjarabaráttunni á þessa síðu. Heimasíður félaganna, sem og Facebook síður félaganna, verða auðvitað líka notaðar í sama tilgangi en fréttaflutningur á Baratta2015 verður ítarlegri þar sem hún mun flytja fréttir af baráttu félaganna þriggja.

Við höfum einnig stofnað twitter síðu fyrir þá sem fylgjast með þar. Hún heitir baratta2015. Hún mun flytja sömu upplýsingar og vísa í fréttaflutning af því sem er að gerast. Öll tíst verða einkennd með #baratta2015 en þetta á einnig við um pósta sem við setjum inn á Facebook.

Fyrir þau ykkar sem ekki þekkið tilganginn með þessu er þetta gert þar sem að þá safnast allt sem sagt hefur og er merkt #baratta2015 á einn stað, bæði á Twitter og Facebook sem gerir leit að fréttum auðvelda.

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)