Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

21. september 2015

Atkvæðagreiðsla um verkfall

SFRlogo_midjad minnaAtkvæðaseðill vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða verður sendur til félagsmanna SFR sem starfa hjá ríkinu, á morgun, þriðjudaginn 22. september. Félagsmenn fá upplýsingar um framkvæmd rafrænnar atkvæðagreiðslu senda á lögheimili sitt. Félagsmenn sem eru með rétt netfang skráð hjá SFR fá gögnin einnig send í tölvupósti. Rafræna kosningin hefst þriðjudaginn 22. september og stendur til hádegis þriðjudaginn 29. september.

Kosið verður um verkfallsaðgerðir sem hefjast munu 15. okt. Byrjað verður á allsherjarverkfall og því síðan fylgt eftir með aðgerðum á ákveðnum stofnunum. Allar upplýsingar um fyrirhugað verkfall og atkvæðagreiðsluna má finna hér.

Mikilvægt að allir félagsmenn noti atkvæði sitt, verkföllin munu hafa víðtæk áhrif á alla vinnustaði ríkisins s.s. Landspítala, sýslumannsembættin, heilsugæsluna, tollstjóra, ÁTVR, Háskóla Íslands, Vinnumálastofnun, Tryggingastofnun og Sjúkratryggingar Íslands auk 170 annarra stofnana.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)