Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. september 2015

Félög opinberra starfsmanna á norðurlöndunum mótmæla atlögu finnskra stjórnvalda að réttindum starfsmanna

Stjórnvöld í Finnlandi hafa eins og fram hefur komið í fréttum hafnað þríhliða samningum sem einkennt hafa norrænan vinnumarkað til langs tíma, þ.e. með aðkomu verkalýðshreyfingarinnar, atvinnurekanda og stjórnvalda. Með því ganga þau gegn samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunar sem tryggja eiga m.a. réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Finnskt launafólk hefur lagt niður vinnu og verkalýðsfélög þar í landi hafa mótmælt aðgerðunum.

Fjölmörg norræn og alþjóðleg verkalýðsfélög að SFR meðtöldu hafa mómælt áformum ríkisstjórn Finnlands um að veikja stöðu launafólks í landinu með grófu inngripi í þegar gerða kjarasamninga á vinnumarkaði. Ef áform finnskra stjórvalda ná fram að ganga munu þau rýra mjög réttindi og vinnuaðstæður á finnskum vinnumarkaði og hafa alvarleg áhrif á bæði finnskan og norrænan vinnumarkað allan.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)