Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

21. nóvember 2016

Aðventukvöld SFR og St.Rv.

Við ætlum að eiga saman notalega aðventustund á Grettisgötunni kl 20:00 næstkomandi fimmtudagskvöld 24. nóvember. Við bjóðum upp á heitt súkkulaði og smákökur, upplestur og tónlist. Allir félagsmenn SFR og St.Rv. velkomnir, frítt inn.

 
Dagskráin er fjölbreytt og spennandi en við byrjum á því að hlusta á nokkur jólalög með Tríólunum og síðan les Davíð Logi Sigurðsson sagnfræðingur upp úr nýrri bók Ljósin á Dettifossi sem hefur fengið mikla umfjöllun og fjallar um það þegar Dettifossi var sökkt í nóvember 1944. Af þeim 45 sem voru um borð í Dettifossi fórust 15 og var afi og nafni Davíðs stýrimaðurinn Davíð Gíslason einn þeirra.
Þá les Guðrún Eva Mínervudóttir upp úr nýrri skáldsögu, Skegg Raspútins en Guðrún Eva er ein af okkar ástsælu höfundum og hlaut m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2011 og Menningarverðlaun DV í bókmenntum 2006 og 2014.
Að lokum kemur Bjartmar Guðlaugsson og les upp úr bók sinni Þannig týnist tíminn og lýkur dagskránni með því að spila nokkur lög.
 

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)