Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. desember 2016

Jöfnun lífeyrisréttinda

Alþingi hefur nú lögfest frumvarp fjármálaráðherra um breytingar á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Frumvarpið byggði á samkomulagi sem bandalög opinberra starfsmanna gerðu við ríki og sveitarfélög um jöfnun lífeyrisréttinda. Í samkomulaginu var kveðið á um að „réttindi núverandi sjóðfélaga í A-deildum LSR og Brúar verði jafn verðmæt fyrir og eftir þær breytingar á skipan lífeyrismála ...“. Í frumvarpinu var þess hins vegar ekki gætt heldur var undanskilin bakábyrgð af lífeyri aðildarfélaga A deildar LSR og Brúar sem ekki hafa náð 60 ára aldri þegar lögin taka gildi. Í bakábyrgðinni eru fólgin verðmæti sem ekki eru bætt með þeim lagabreytingum sem Alþingi hefur samþykkt.

Þessu hafa bæði BSRB og KÍ mótmælt harðlega enda óvíst hvort alhliða afnám ríkisábyrgðar með þessum hætti standist stjórnarskrá landsins. KÍ hefur tekið þá ákvörðun að stefna íslenska ríkinu vegna þessa. Árni Stefán Jónsson formaður SFR og fyrsti varaformaður BSRB tekur undir skoðun KÍ og segir BSRB muni fylgjast vel enda séu menn þar á bæ afar óánægðir með framvindu mála. Árni sagði það einnig slæmt að ekki sé nægilegt traust milli aðila til þess að þau réttindi sem samið hefði verið um í samkomulaginu skiluðu sér ekki inn í lagabókstafinn þrátt fyrir mótmæli samtakanna. Hann segist þó binda miklar vonir við það að fljótlega verði farið í að jafna laun opinberra starfsmanna við almennan markað en jöfnun launa var einnig hluti af samkomulaginu.

(Umfjöllun RÚV 28. des. 2016 - hefst 05:05) http://ruv.is/sarpurinn/ruv/frettir/20161228


  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)