Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

3. maí 2017

Fréttatilkynning vegna útifundar á baráttudegi launafólks 1. maí

Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna í Reykjavík vill að gefnu tilefni taka eftirfarandi fram: Sérstök nefnd sér um undirbúning á hverju ári vegna kröfugöngu og útifundar vegna 1. maí. Í nefndinni eru fulltrúar flestra stéttarfélaga í Reykjavík innan ASÍ, BSRB, KÍ og BHM. Hlutverk þessarar nefndar er meðal annars að ákveða hverjir flytji ávörp á útifundinum á Ingólfstorgi. Í fjöldamörg ár hafa ræðumenn verið tveir, einn frá félögum innan raða ASÍ og annar frá félögum innan BSRB, og þá er einnig um að ræða skiptingu jafnt á milli kynja.

Innan raða félaganna sem eru í ASÍ þá er þessu skipt þannig að frá Eflingu kemur ræðumaður þriðja hvert ár og svo frá VR og frá hópi félaga iðnaðarmanna. Nú var komið að félögum iðnaðarmanna að tilnefna ræðumann og sá átti að vera kona á móti karlmanni frá BSRB. Eins og kunnugt er þá var annar ræðumaðurinn Lilja Sæmundsdóttir formaður Félags hársnyrtisveina og hinn var Garðar Hilmarsson formaður Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar.

Inn á borð nefndarinnar kom aldrei beiðni frá Ragnari Þór Ingólfssyni, nýkjörnum formanni VR, um að vera ræðumaður á Ingólfstorgi.

Og til að árétta, þá á ASÍ engan fulltrúa í nefndinni og sér ekki um viðburðinn á nokkurn hátt.

Fyrir hönd Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík,
Björn Ágúst Sigurjónson
Vignir Eyþórsson



Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)