Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

10. maí 2017

Stofnun ársins 2017 - niðurstöður

Valið á Stofnun ársins 2017 var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica fyrr í kvöls, en þær eru Reykjalundur í flokka stofnana með 50 starfsmenn eða fleiri, Menntaskólinn á Tröllaskaga í flokknum 20-49 starfsmenn og Persónuvernd í flokki stofnana með færri en 20 starfsmenn. Hástökkvarinn í ár er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum. Titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnanir hljóta þær stofnanir sem þykja skara framúr að mati starfsmanna í könnun SFR, St.Rv. og VR sem er ein stærsta vinnumarkaðskönnun landsins.

Auk Stofnunar ársins hljóta eftirfarandi stofnanir titilinn Fyrirmyndarstofnun 2017 en þeim er skipt í flokka eftir stærð stofnunarinnar.

  • Stofnun ársins í flokki stærri stofnana er Reykjalundur með einkunnina 4,458.
  • Stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana er Menntaskólinn á Tröllaskaga með einkunnina 4,669.
  • Stofnun ársins í flokki minni stofnana er Persónuvernd með einkunnina 4,716.
  • Titilinn Hástökkvari fær sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára. Í ár er það Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum sem hlýtur þann titil sem hækkaði sig um 50 sæti í raðeinkunn.
  • Könnun in um Stofnun ársins er framkvæmd af Gallup og er samstarfsverkefni SFR, fjármála- og efnahagsráðuneytisins, Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og VR og taka um 12.000 starfsmenn á almennum og opinberum markaði þátt í henni.

Könnunin gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. Tilgangur að baki valsins á Stofnun ársins og Stofnun ársins – Borg og bær er hvatning til stjórnenda að gera vel í starfsmannamálum og er það von okkar að könnunin nýtist þeim sem best. Þátttakendur eru spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægja og stolt og jafnrétti.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)