Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

2. júní 2017

Nýr samningur við Isavia

Í gærkvöld var skrifað undir samning SFR og Isavia. Eins og fram hefur komið var fyrri samningur felldur þann 25. apríl síðastliðinn og deilunni vísað til ríkissáttasemjara 12. maí. Á öðrum fundi samninganefndanna með ríkissáttasemjara í gær náðist óvænt samkomulag sem skrifað var undir. Samningurinn felur í sér meiri hækkun og segist Árni Stefán Jónsson formaður SFR vongóður um að hann verði samþykktur. Nýr kjarasamningur verður kynntur á fundum með félagsmönnum fljótlega eftir helgi, þar verður hægt að kjósa um samninginn en kosning verður einnig rafræn.

Kynningarfundir um kjarasamning SFR og Isavia:
Þriðjudaginn 6. júní kl. 16:30 – Park Inn hótel, Hafnargata 57, Reykjanesbæ
Þriðjudaginn 6. júní kl. 18:00 – Park Inn hótel, Hafnargata 57, Reykjanesbæ
Miðvikudaginn 7. júní kl. 16:30 – Park Inn hótel, Hafnargata 57, Reykjanesbæ
Miðvikudaginn 7. júní kl. 18:00 – Park Inn hótel, Hafnargata 57, Reykjanesbæ

Á fundunum verður hægt að greiða atkvæði um samninginn en rafræn kosning verður einnig opnuð á fimmtudag. Þeir félagsmenn sem ekki geta greitt atkvæði á fundunum munu fá lykilorð og leiðbeiningar til að kjósa sent á vinnunetfang í tölvupósti.

Á myndinni eru; Árni Stefán formaður SFR, Kristín Þóra Harðardóttir lögmaður SA, Sigurður Ólafsson framkvæmdastjóri mannauðs og árangurs hjá Isavia og Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)