Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

26. apríl 2018

Sterkari saman í kröfugöngum um allt land á 1.maí

Það er með óbilandi samstöðu sem íslenskt launafólk hefur náð að bæta kjör sín á síðustu árum og áratugum. Eins og rannsóknir sýna hefur ójöfnuður farið vaxandi hin síðustu ár og því mikilvægara en oft áður að launafólk standi þétt saman í baráttunni fyrir betri kjörum og réttlátara samfélagi.

Við sýnum samtakamáttinn með því að fjölmenna í kröfugöngur og á baráttufundi um allt land á þessum alþjóðlega baráttudegi verkalýðsins 1.maí. 

Yfirskrift kröfugöngunnar í Reykjavík er "Sterkari saman" og er dagskráin eftirfarandi:
Safnast verður saman á horni Laugavegar og Snorrabrautar klukkan 13:00. Kröfuganga hefst klukkan 13:30. Lúðrasveit verkalýðsins og Lúðrasveitin Svanur leika í göngunni.
Útifundur á Ingólfstorgi verður settur klukkan 14:10. Þar munu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, halda erindi. Þá munu Síðan skein sól og Heimilistónar flytja tónlistaratriði. Öll dagskráin verður túlkuð á táknmáli. Kolbrún Völkudóttir túlkar söng á táknmáli. Fundarstjóri verður Þórarinn Eyfjörð.
Að útifundi loknum verður 1. maí kaffi í BSRB húsinu, félagsmenn hjartanlega velkomnir.


Í Stykkishólmi hefst baráttufundurinn kl. 13.30 á Hótel Stykkishólmi. Kynnir er Helga Hafsteinsdóttir formaður SDS. Ræðumaður er Drífa Snædal, framkvæmdastjóri SGS. Tónlistarskóli Stykkishólms og rappararnir Jói P og Króli skemmta fundargestum og boðið er uppá kaffiveitingar.
Í Grundarfirði hefst baráttufundurinn í Samkomuhúsinu kl. 14.30. Kynnir er Garðar Svansson stjórnarmaður SFR. Ræðumaður er Drífa Snædal og Tónlistarkóli Grundarfjarðar og rappararnir Jói P og Króli skemmta. Kaffiveitingar að hætti Gleym-mér-ei.
Í Snæfellsbæ  hefst fundurinn kl. 15.30 í félagsheimilinu Klifi. Ræðumaður er Drífa Snædal. Tónlistarskóli Snæfellsbæjar og rappararnir Jói P og Króli skemmta fundargestum. Kaffiveitingar að hætti eldri boragara.

Upplýsingar um baráttufundi 1.maí um allt land má finna hér

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)