Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

9. maí 2018

Stofnanir ársins eru ....

Sigurvegarnir kvöldins eru Persónuvernd, Ríkisskattstjóri og Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum. Þessar stofnanir hlutu titilinn Stofnun ársins 2018 við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica rétt í þessu. Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra er hástökkvari ársins og hækkar sig mest á milli ára.

Valið á Stofnun ársins var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica fyrr í kvöld en titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun hljóta þær stofnanir sem þykja skara fram úr að mati starfsmanna. Könnun er unnin í góðu samstarfi milli SFR, St.Rv., fjármála- og efnahagsráðuneytisins og VR. Þátttakendur eru spurðir út í níu þætti í starfsumhverfinu þ.e. trúverðugleika stjórnenda, starfsanda, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleika í starfi, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar, ánægju og stolt og jafnrétti.

Könnunin gefur mikilvægar upplýsingar um stöðu starfsmanna á vinnumarkaði. Markmiðið með að velja fyrirmyndarstofnanir er hvatning til stjórnenda að gera vel í starfsmannamálum og að auka umræðu um aðbúnað og líðan starfsmanna á vinnustöðum. Það von okkar að könnunin nýtist stjórnendum og starfsmönnum sem best. Gallup sér um framkvæmd könnunarinnar sem er stærsta reglulega vinnumarkaðskönnun sem framkvæmd er hér á landi og var úrtakið tæplega 50.000 manns.

Hjá SFR stéttarfélagi hljóta eftirfarandi stofnanir titilinn Stofnun ársins en þeim er skipt í flokka eftir stærð stofnunarinnar.
 Stofnun ársins í flokki stærri stofnana er Ríkisskattstjóri með einkunnina 4,509.
 Stofnun ársins í flokki meðalstórra stofnana er Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum með einkunnina 4,824.
 Stofnun ársins í flokki minni stofnana er Persónuvernd með einkunnina 4,723.
 Titilinn Hástökkvari fær sú stofnun sem hækkar sig mest á milli ára. Í ár hlýtur þann titil Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra sem hækkaði sig um 65 sæti í raðeinkunn.
SFR stéttarfélag veitir einnig tíu öðrum stofnunum viðurkenningar með því að útnefna þau Fyrirmyndarstofnanir 2018.

 Fyrirmyndarstofnanir í flokki stærri stofnana eru: Reykjalundur,Vínbúðin ÁTVR, Fjölbrautarskóli Suðurnesja og Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra.
 Fyrirmyndarstofnanir í flokki meðalstórra stofnana eru Menntaskólinn á Tröllaskaga, Einkaleyfastofan, Samkeppniseftirlitið og Landmælingar Íslands.
 Fyrirmyndarstofnanir í flokki minni stofnana eru: Hljóðbóksafn Íslands og Úrskurðarnefnd umhverfis - og auðlindamála

Niðurstöður könnunarinnar sýna að heildareinkunn hefur almennt hækkað á undanförnum árum og á það við um kannanir beggja félaga. Starfsfólk minni stofnana er jafnan ánægðara en starfsfólk stærri stofnana, en í ár mælist minni munur milli kynjanna. Af þeim níu þáttum sem mældir eru fengu þættirnir sem mæla mat starfsfólks á sjálfstæði í starfi og sveigjanleiki í vinnu hæsta einkunn hjá SFR en lægsta einkunnin er eins og áður á þættinum sem mælir ánægju með launakjör.

SFR stéttarfélag óskar starfsmönnum og stjórnendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur og óskar þeim alls hins besta í framtíðinni.

MYNDIR FRÁ HÁTÍÐINNI

Nánar um niðurstöður könnunarinnar

  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)