Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

5. október 2018

Ljósmyndasamkeppni Blaðs stéttarfélaganna

Fjölmargir félagsmenn sendu inn myndir í Ljósmyndasamkeppni Blaðs stéttarfélaganna sem auglýst var í maí blaðinu. Alls bárust rúmlega 150 myndir í keppnina en hægt var að senda inn myndir í tveimur flokkum, fólk og landslag. Vandi dómnefndar var mikill en hana skipuðu þau Birgir Ísleifur ljósmyndari, Kristín Erna starfsmaður SFR, Halldór Snorri starfsmaður St.Rv., Berglind Ósk félagsmaður SFR og áhugaljósmyndari og Ásdís félagsmaður St.Rv. og starfsmaður í Listasafni Reykjavíkur. Svo naumt var á mununum að tvær myndir voru valdar í 3. sæti í flokknum FÓLK.

Hér með fréttinni má sjá hluta þeirra mynda sem sigruðu. Allar myndirnar eru birtar í Blaði stéttarfélaganna.

Vinningshafarnir eru:
Undir flokknum FÓLK
1. sæti Jóhann Þór Sigurbergsson (Maðurinn og fjallið)
2. sæti Oddný Kristín Guðmundsdóttir (Skuggar á heyrúllu)
3. sæti María Björg Gunnarsdóttir (Fyrsti lax Þórunnar)
3. Sæti Sigríður Línberg Runólfsdóttir (Drengur í Mýrarbolta)

Undir flokknum LANDSLAG
1. sæti Jóhann Þór Sigurbergsson (Tröll)
2. sæti Sigríður Gísladóttir (Sumar á Vestfjörðum)
3. sæti Jóhann Þór Sigurbergsson (Gæsir)

Í vinning var:
1. Helgardvöl í orlofshúsi félaganna að eigin vali (utan úthlutunartíma)
2. Veiðikortið og útilegukortið
3. Hótelmiðar á Íslandshótel/Fosshótel

Við óskum vinningshöfum innilega til hamingju með árangurinn og öllum þeim fjölmörgu sem tóku þátt þökkum við kærlega fyrir að senda inn myndir.


  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd
  • Fréttamyd

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)