Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. október 2018

Breytum ekki konum - breytum samfélaginu 24. okt. kl. 14:55

Þann 24. október verður halndir baráttufundir um land alltí tilefni af því að þá verður 43 ár liðið frá kvennafrídeginum árið 1975. Þann dag lögðu þúsundir íslenskra kvenna niður vinnu til að draga fram mikilvægi vinnuframlags þeirra til efnahagslífs og samfélags.

Í ár verður enn og aftur minnt á vinnuframlag kvenna og mikilvægi jafnréttis á vinnumarkaði með sams konar hætti. Við viljum hvetja konur til þess að leggja niður störf kl. 14:55 til þess að safnast saman á baráttufundum sem haldnir verða út um land allt. (Sjá m.a. Kvennafrí 2018 á facebook)

Það eru heildarsamtök launafólks (ASÍ, BHM, BSRB, KÍ) ásamt fjölmargra kvennasamtaka sem standa saman að undirbúningi og framkvæmd dagsins.

Margt hefur sannarlega áunnist í jafnréttismálum kynjanna undanfarna áratugi en einnig er margt enn ógert. Eitt af stóru jafnréttismálunum í okkar huga er að leiðrétta kynbundinn launamun en niðurstöður nýrrar launakönnunar SFR sýna að enn mælist kynbundinn launamunur SFR 11%. (Sjá nánar á www.sfr.is)

Heildarsamtök launafólks hvetja félagsmenn til virkrar þátttöku í viðburðum dagsins í baráttunni fyrir efnahagslegu og félagslegu jafnrétti í íslensku samfélagi.

Heildarsamtökin hvetja þá félagsmenn sem ekki geta tekið þátt í viðburðum dagsins í Reykjavík eða á öðrum þéttbýlisstöðum vegna fjarlægðar og samgangna að láta baráttumál dagsins til sín taka með táknrænum hætti.

 

Baráttufundir verða á eftirtöldum stöðum (Sjá nánar á Kvennafrí 2018 á facebook)

Reykjavík, Arnarhóll 
Akureyri, Ráðhústorg
Ísafjörður, AlÞýðuhúsinu
Selfoss, Sigtúnsgarði
Háskólinn á Bifröst 
Borgarnes
Grundarfjörður
Ólafsvík
Neskaupsstaður
Reyðarfjörður
Varmahlíð
Mývatnssveit
Dalvík

... og væntanlega víðar (Sjá nánar á Kvennafrí 2018 á facebook)

 


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)