Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

23. ágúst 2019

Við leitum að liðsauka!

SÉRFRÆÐINGUR Á KJARASVIÐI
Sameyki óskar eftir að ráða sérfræðing á kjarasvið. Leitað er að öflugum og framsæknum einstaklingi sem hefur áhuga á kjara- og réttindamálum launafólks.

Helstu verkefni eru:
Vinna að kjaramálum, stofnanasamningum og starfsmati.
Tölfræðigreiningar og upplýsingaöflun er varða kjaratengd málefni.
Uppsetning gagnagrunna í tengslum við samninga.
Vinna að kjara- og launakönnunum félagsins.
Aðstoð við félagsmenn er varðar kjör og réttindi.
Kennsla og fræðsla varðandi kjaramál.
Vinna við félags- og gagnakerfi Sameykis.
Önnur verkefni skv. ákvörðun framkvæmdastjóra.

Menntunar- og hæfnikröfur eru:
Háskólamenntun sem nýtist í starfi, s.s. hagfræði, vinnumarkaðsfræði, viðskipta- eða verkfræði.
Greiningarhæfni og gott vald á úrvinnslu og framsetningu upplýsinga.
Leikni í að vinna og setja fram upplýsingar úr gagnagrunnum og upplýsingabrunnum.
Víðtæk reynsla af tölfræði- og greiningarvinnu og notkun töflureikna.
Áhugi og reynsla/þekking á kjara- og vinnumarkaðsmálum.
Frumkvæði og geta til að starfa sjálfstætt.
Hvetjandi í hópastarfi.
Góð samskipta- og samstarfshæfni.
Góð íslenskukunnátta og færni í textagerð.

Upplýsingar veitir Inga Steinunn Arnardóttir - inga@hagvangur.is

Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf. Hægt er að sækja um rafrænt á vef Hagvangs:
http://hagvangur.is/hagvangur/radningar/storf-i-bodi/starf/…

Umsóknarfrestur er til 1. september 2019

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)