Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

29. október 2019

Veruleg óþreyja meðal félagsmanna

Kjaraviðræður BSRB og aðildarfélaga bandalagsins hafa haldið áfram hjá ríkissáttasemjara undanfarið. Haldnir hafa verið vinnufundir þétt undanfarna daga þar sem unnið er að útfærslu á styttingu vinnuvikunnar, sem hefur verið ein helsta krafa BSRB í viðræðunum.

„Við eigum enn eftir langt í land og ljóst að það er farið að gæta verulegrar óþreyju meðal okkar félaga,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Samningar aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá því í byrjun apríl. Viðræður eiga sér stað við ríkið, Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg.

Samningseiningar BSRB funduðu í síðustu viku til að fara yfir það sem fram hefur komið í kjaraviðræðunum og leggja línurnar fyrir áframhaldandi viðræður. Á fundinum var samninganefnd BSRB hvött til að halda áfram á sömu braut og halda til streitu kröfum bandalagsins í viðræðunum.

Aðildarfélögin hafa veitt BSRB umboð til að semja um ákveðin sameiginleg málefni en semja sjálf um sértæk málefni og launahækkanir til síns félagsfólks. Sameyki hefur fundað með viðsemjendum síðustu daga og þessa dagana standa yfir vinnufundir og undirbúingur vegna kjarasamningsfundar við ríkið næstkomandi föstudag. 

 

Kröfur aðildarfélaga BSRB eru skýrar og hafa margoft komið fram; stytting vinnuvikunnar, jöfnun launa milli markaða og launaskriðstrygging. Sjá nánar frétt á www.bsrb.is

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)