Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

7. nóvember 2019

Samningaviðræður á fullu

Fulltrúar okkar í samninganefndum eiga fundi með öllum stærstu viðsemjendum okkar í dag. Eins og fram hefur komið þá hefur þokast örlítið áfram í umræðum við ríkið er varðar styttingu vinnuvikunnar hjá dagvinnufólki, en nú er setið yfir því hvernig við getum einnig stytt vinnuvikuna hjá vaktavinnufólkinu okkar. Auk þess er rætt um möguleikana á jöfnun launa milli markaða en við höfum lagt mikla áherslu á þann þátt viðræðnanna. Hvað varðar viðræður við Reykjavíkurborg, Sambandið, Rarik og aðra aðila þá höfum við lagt fram drögin að tillögum ríkisins um styttingu vinnuvikunnar á borð þeirra og stefnum að sjálfsögðu á sama árangur þar.

Bæði Sonja Þorbergsdóttir formaður BSRB og Árni Stefán formaður Sameykis hafa látið hafa eftir sér að nú sér róðurinn allur á styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og jöfnun launa auk þess að tryggja að launaskriðstryggingin verði inni í samningum. Þessi atriði eru grundvallaratriði og opinberir starfsmenn munu ekki skrifa undir samninga án þess að þetta verði tryggt með einhverjum hætti.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)