Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

4. febrúar 2020

Isavía og Strætó vísað til sátta

Staðan í kjaramálunum er vægast sagt flókin þessa dagana. Lang flestir samningar félagsins eru í uppnámi og nú fyrir helgina var viðræðum við tvo viðsemjendur til viðbótar vísað til ríkissáttasemjara, þ.e. , Strætó og Isavía. Vikan nú mun einkennast af kjaraviðræðum eins og aðrar vikur undanfarið. Framundan eru fundir með ríki, Reykjavíkurborg og fleiri viðsemjendum, bæði á vettvangi félagsins og með BSRB. Þá er enn fundað um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki og vonir standa til að einhver niðurstaða fáist um það mál bráðlega. Jöfnun launa er eitt af stóru fundamálunum þessa vikuna en sá hópur mun hittast og gera enn eina tilraun til að komast að niðurstöðu.

Á sama tíma höfum við haldið áfram að funda með félagsfólki okkar úti á vinnustöðunum og á mánudaginn var fundur á Seltjarnarnesi með félagsfólki okkar hjá Seltjarnarnesbæ og á fimmtudag verður fundur með félagsmönnum hjá félagsmiðstöðinni Kringlumýri, en sá fundur verður haldinn í Síðumúla.

 

 

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)