Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

17. febrúar 2020

Blússandi gangur í atkvæðagreiðslu um verkfall

Atkvæðagreiðslan um boðun verkfalls fór afar vel af stað í morgun, á fyrsta klukkutímanum voru 600 manns búnir að kjósa, og nú um hádegið voru 20% búnir að greiða atkvæði. Í morgun hófst atkvæðagreiðsla um boðun verfalla hjá öllum aðildarfélögum BSRB. Alls eru um 18000 manns sem verkfallsboðunin nær til, 8000 þeirra eru hjá Sameyki stéttarfélagi. Opnuð hefur verið ítarleg upplýsingasíða á íslensku og ensku og er félagsfólk hvatt til að kynna sér hana og greiða atkvæði. Atkvæðagreiðslunni lýkur kl. 20:00 miðvikudaginn 19. feb. 2020.

Á upplýsingasíðunni er fyrirspurnarform en einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu til að fá upplýsingar og aðstoð í gegnum sameyki@sameyki.is, sími 525 8330

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)