8. mars 2020
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna 8. mars

8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna og við óskum konum til hamingju með daginn í dag. Sameyki tekur ekki þátt í neinum viðburðum í tilefni dagsins í ár vegna anna við kjaraviðræður og undirbúning verkfalls. Það er að mörgu leyti táknrænt fyrir baráttuna að daginn eftir alþjóðlegan baráttudag kvenna skuli svo stór hópur kvenna á opinberum markaði ætla að leggja niður störf í kjarabaráttu Í Sameyki eru konum rétt tæplega 70% félagsmanna og konur eru einnig í meirihluta í fleiri stórum félögum innan BSRB.
Við viljum gjarnan benda á viðburð sem haldinn verður á vegum Menningar- og friðarsamtaka kvenna í tilefni dagsins. Um er að ræða ljóðakvöld á Loft, Bankastræti 7, Reykjavík. Sjá nánar á facebook síðu viðburðarins.