Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

8. mars 2020

Baráttufundi aflýst - samninganefndir sitja enn við

Aðildarfélög BSRB hafa ákveðið að hætta við áformaðan baráttufund sem boðað hafði verið til í Austurbæjarbíói á morgun, mánudaginn 9. mars klukkan 13. Ástæðan er það hættuástand sem lýst hefur verið yfir vegna COVID-19 faraldursins. Heilbrigðisyfirvöld hafa beint því til heilbrigðisstétta að forðast fjöldasamkomur og því ljóst að stéttir sem starfa í heilbrigðiskerfinu hefðu ekki getað mætt til fundarins. Þá er ljóst að félagar í aðildarfélögum BSRB eru ómissandi hluti af almannaþjónustunni og því óábyrgt að boða þá til hópfunda og auka þannig líkur á smiti hjá þessum mikilvæga hópi. Við munum því leitast við að forðast fjöldafundi þar til ástandið lagast en bandalagið og aðildarfélög þess munu nota aðrar leiðir til að leggja áherslur á kröfurnar, komi til verkfalls. Viðræður við viðsemjendur standa enn yfir og við munum flytja fréttir eftir því sem þær berast.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)