Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

9. júní 2020

Á hlaupum í heimsfaraldri

Ljósm. Christian Erfurt

Rúmlega helmingur opinberra starfsmanna upplifði aukið álag í starfi í vegna COVID-19 faraldursins samkvæmt könnun sem unnin var af rannsóknarfyrirtækinu Maskínu fyrir BSRB. Álagið jókst einnig á almenna markaðinum þar sem rúmur þriðjungur upplifði aukið álag. Þátttakendur í könnuninni voru spurðir hvort álag í starfi hafi aukist, minnkað eða staðið í stað. Þegar heildin er skoðuð sögðust um fjórir af hverjum tíu, um 41 prósent, að álagið hafi aukist vegna faraldursins. Hjá um þriðjungi hafði álagið staðið í stað en hjá um 26 prósentum hafði álagið minnkað.

Í frétt á vefsíðu BSRB kemur fram að áberandi munur var á svörum þeirra sem starfa hjá hinu opinbera og þeim sem starfa á almennum vinnumarkaði. Mikið álag var á almannaþjónustuna í faraldrinum sem tölurnar sýna vel. Þannig sögðust sagðist rúmlega helmingur, eða 53 prósent þeirra sem starfa á hjá ríki og sveitarfélögum að álag í starfi hafi aukist vegna faraldursins. Hjá um 26 prósentum opinberra starfsmanna hafði álagið staðið í stað en 21 prósent upplifðu minna álag í starfi. Á almenna vinnumarkaðinum voru nokkuð fleiri sem upplifðu minna álag og hlutfallslega færri sem upplifðu aukið álag, sem kemur ekki á óvart enda hrun í ákveðnum geirum samfélagsins, svo sem ferðaþjónustunni. Á almenna markaðinum sögðu um 36 prósent álag í starfi hafa aukist. Um 33 prósent upplifðu ekki breytingu á álagi og 31 prósent sögðu álagið hafa minnkað.

Aðeins stendur til að greiða sérstaklega fyrir aukið álag hjá litlum hluta þeirra sem nú upplifa aukið álag í starfi. Nærri 87 prósent sögðust í könnuninni ekki eiga von á því að fá greitt fyrir aukið álag.

Magnús Már Guðmundsson framkvæmdastjóri BSRB hefur m.a sagt í fjölmiðlum að niðurstöðurnar sýni hversu mikið álag hefur verið á stórum hluta almannaþjónustunnar í þessum heimsfaraldri, og þótti flestum nóg um álagið fyrir. Stjórnendur hjá hinu opinbera verða að átta sig á mögulegum afleiðingum af þessu aukna álagi. Starfsfólkið getur ekki hlaupið endalaust og álagið getur haft veruleg áhrif á lífsgæði og heilsu með aukinni hættu á kulnun í starfi og ýmsum álagstengdum veikindum.

Sjá nánar um niðurstöðurnar á vef BSRB.

Hefur álag í starfi aukist vegna COVID-19?


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)