Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

25. nóvember 2020

Stytting vinnuvikunnar og Stafrænt Ísland

Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis.

Árni Stefán Jónsson formaður Sameykis setti fund Fulltrúaráðs í gær og bauð fundarmenn og gesti velkomna á fundinn. Góð mæting var á fundinn sem haldinn var í gegnum fjarfundarkerfi og voru 123 fulltrúar á fundinum.

Gestur fundarins var Aldís Stefánsdóttir fjármála – og rekstrarstjóri hjá Stafrænu Íslandi. Erindi hennar fjallaði um hvaða áhrif stafrænt Ísland hefur á vinnustaði opinberra starfsmanna. Fundarmenn lýstu ánægju sinni með umfjöllun hennar og áhugavert verður að fylgjast með þróuninni á þessu sviði í framtíðinni.

Þá tók við Þórarinn Eyfjörð við með sitt erindi um styttingu vinnuvikunnar og mæltist það vel fyrir hjá fulltrúum fundarins. Gott erindi um stöðu verkefnisins og Þórarinn vildi brýna það fyrir félagsmönnum að Sameyki óskar eftir því að haft sé samband við stéttarfélagið ef treglega gengur að innleiða verkefnið.

Að loknum erindum var borin upp tillaga stjórnar um fulltrúa í uppstillingarnefnd og hún lögð fram til samþykktar. Formaður þakkaði fundargestum að loknum umræðum og sleit fundi.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)