Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-840
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

22. desember 2020

Augljósar forsendur fyrir 36 stunda vinnuviku

Útvarpsþátturinn Samfélagið er í umsjón Leifs Haukssonar og Þórhildar Ólafsdóttur.

Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri kjarasviðs og reksturs hjá Sameyki fór yfir stöðuna í styttingu vinnuvikunnar í viðtalið við Leif Hauksson í útvarpsþættinum Samfélagið á Rás 1.

 

Gerbreytt samfélag nú en var fyrir 150 árum síðan
Þórarinn ræddi um styttingu vinnuvikunnar, ferlið og innleiðinguna. Hann benti á að 40 stunda vinnuvika sé úr sér gengin í nútíma samfélagi. Samanborið við þessa baráttu Sameykis fyrir styttingu vinnuvikunnar í dag í 36 klukkustundir, nefndi Þórarinn að stéttarbarátta sem fram fór í bandaríkjunum fyrir 40 stunda vinnuviku var háð í kringum árið 1860. Í kjölfar þeirra átaka var 1. maí tileinkaður baráttu verkafólks fyrir bættum kjörum. Nú séu forsendur fyrir því að stytta vinnuvikuna. „Það er ein og hálf öld síðan þetta var [barátta fyrir 40 klukkustunda vinnuviku]. Á þessum tíma hefur samfélag okkar gerbreyst. 40 stunda vinnuvika er bara úr sér gengin í allri þeirri tækni sem og þeim möguleikum sem hún færir okkur og gerir vinnuna okkar skilvirkari,“ sagði Þórarinn.

 

Langur aðdragandi
Spurður um hvort þetta sé ekki erfitt verkefni vegna þess að allt skipulag miðast við 40 stunda vinnuviku segir Þórarinn að svo sé enda hafi aðdragandinn verið langur og vel undirbúinn. Stytting vinnuvikunnar hafi tekið nokkur ár meðal aðildarfélaga BSRB og var samþykkt á þingi samtakanna fyrir 5 árum síðan. „Í kjölfarið voru sett í gang tilraunaverkefni hjá sveitarfélögum og ríkinu sem skiluðu mjög góðum árangri,“ sagði hann.

Hægt er að hlusta á allt viðtalið við Þórarinn Eyfjörð í Samfélaginu hér í spilaranum.

Viðtalið við Þórarinn Eyfjörð

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)