Merki Sameykis á smærri skjá

Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

19. mars 2021

Til móts við ný tækifæri

Fjórða iðnbyltingin, nýjar áherslur og áskoranir í menntamálum og innra starf í breyttum heimi eru meðal umfjöllunarefna á Menntadegi BSRB sem fer fram miðvikudaginn 24. mars milli klukkan 10:00 og 14:00 undir yfirskriftinni „Til móts við ný tækifæri“.

Fundurinn verður rafrænn og geta þeir sem áhuga hafa fylgst með með því að smella hér.

Dagskrá fundarins verður eftirfarandi:

Setning menntadags
Karl Rúnar Þórsson, formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar og formaður menntanefndar BSRB


1. Fjórða iðnbyltingin – breytingar, áskoranir og tækifæri

Tækifæri fjórðu iðnbyltingarinnar
Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson, eigandi og sérfræðingur hjá Aton.JL
Fjórða iðnbyltingin – stefna og aðgerðir stjórnvalda
Henný Hinz, aðstoðarmaður ríkisstjórnar á sviði vinnumarkaðs-, efnahags- og loftlagsmála
Greining á mannaflaþörf og færnispá
Karl Sigurðsson, sérfræðingur í vinnumarkaðs- og menntamálum hjá BSRB

2. Nýjar áherslur og áskoranir í menntamálum

Að huga að eigin starfsþróun
Guðfinna Harðardóttir, framkvæmdastjóri Starfsmenntar
Trú á eigin getu í stafrænu samfélagi
Vigdís Þyrí Ásmundsdóttir, framkvæmdastjóri Framvegis og Helga Tryggvadóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Framvegis
Hverjir skipta máli?
Marín Björk Jónasdóttir, sviðsstjóri iðn- og starfsnáms í Borgarholtsskóla

- Hádegishlé 12:30 til 13:00 -


3. Innra starf í breyttum heimi

Ný tækifæri í trúnaðarmannafræðslu
Bergþóra Hrönn Guðjónsdóttir, sérfræðingur í fræðslu- og kynningarmálum hjá Félagsmálaskólanum og Alþýðusambandi Íslands
Færni til framtíðar – næstu skref BSRB og aðildarfélaga
Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB
Upptaka af fundinum verður gerð aðgengileg á vef BSRB að fundi loknum.

Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)