Grettisgötu 89
105 Reykjavik
Ísland

525-8330
sameyki@sameyki.is
6202690-3449

5. maí 2021

Hjólað í vinnuna hefst í dag

Verkefnið Hjólað í vinnuna hófst í dag og fer fram frá 5. - 25. maí. Þátttökudagar í verkefninu eru alls þrettán talsins. Hægt er að skrá sig til leiks þar til verkefninu lýkur 25. maí og skrá þannig sína hreyfingu aftur í tímann. Þó er mælt með því að þátttakendur skrái sig strax til leiks. Það er hægt að nota hvaða virka ferðamáta sem er en rafhlaupahjól telja ekki með. Þeir sem vinnan heiman frá geta tekið þátt með því að byrja og enda vinnudaginn á því að hjóla, ganga eða hlaupa.

 

Fólk í atvinnuleit lika með
Fólk sem er atvinnulaust og í atvinnuleit er líka boðið að taka þátt í Hjólað í vinnuna með því að skrá sig með eigin kennitölu til að stofna vinnustað. Þá er hægt að taka strætó að hluta til ef um langan veg er að fara hjólandi.

 

Sjá allt um kílómetrakeppnina hér
Leikreglur um Hjólað í vinnuna má finna hér
Leiðbeiningar vegna skráningar má finna hér

 

Sameyki hvetur allt félagsfólk til að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni Hjólað í vinnuna.


Þetta vefsvæði notar vafrakökur

Þessi vefur notar vafrakökur til að tryggja eðlilega virkni og notendaupplifun. Með því að nota hann samþykkir þú notkun þeirra. (Þessi tilkynning birtist vegna nýrra persónuverndarlaga.)